Í dag 1. júní tekur í gildi nýr sumaropnunartími í verslun okkar í Mörkinni 6 en vefverslunin er opin allan sólarhringinn allt árið um kring. Frá og með 1. júní lengjum við opnunartímann á virkum dögum og á laugardögum og erum nú með opið á sunnudögum.
Sumaropnunartími Veiðivon í Mörkinni 6 er sem hér segir:
- Mánudaga til föstudaga frá 9:00 – 18:00
- Laugardaga frá 10:00 – 16:00
- Sunnudaga frá 11:00 – 15:00
Óskum viðskiptavinum okkar og öllum veiðimönnum landsins ánægjulegra stunda á bakkanum í sumar. Hlökkum til að taka á móti ykkur í versluninni í Mörkinni og á vefversluninni á veidivon.is
