Við erum stolt af einstaka flugubarnum okkar en þar er að finna hágæða flugur frá Atlantic Flies í ýmsum stærðum og gerðum. Kíktu til okkar í Mörkina 6 og finndu réttu flugurnar fyrir næstu veiði!
Veiðivon leggur áherslu á persónulega ráðgjöf og góða þjónustu.
Áratuga reynsla
Við hjá Veiðivon höfum 25 ára reynslu í að aðstoða veiðimenn við að finna réttan búnað.
Vörumerkin okkar
Veiðivon býður uppá úrval hágæða vörumerkja. Vörumerkin hér að neðan er aðeins brot af því besta.
Simms er eitt fremsta vörumerki heims þegar kemur að veiðifatnaði. Þeir eru þekktastir fyrir GORE-TEX vöðlurnar sem eru framleiddar í Montana í Bandaríkjunum.
Smith sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða gleraugum. Veiðigleraugun þeirra eru létt og endingargóð með rispuvörn og góða skerpu. Þau veita einnig vörn gegn skaðlegum UVA/B/C geislum.